Sigurgeir Orri Sigurgeirsson er framkvæmdastjóri Heimildarmynda ehf. Hann hefur unnið við kvikmyndagerð í 12 ár. Ferilskrá.

 

Heimildarmyndir ehf. // Garðastræti 17 // 101 Reykjavík // Iceland // Sími +354 562 7064, +354 897 1984

Fólkið á bak við Heimildarmyndir ehf.

ForsíðaLoftleidir.html

Fólk

Fyrri verkFyrri_verk.html

Jón Viðar Edgarsson er kvikmyndatökumaður og „alltmuligman“. Hann er menntaður frá Kvikmyndaskóla Íslands.

Guðmundur Bergkvist er kvikmyndatökumaður og klippari hjá Ríkissjónvarpinu. Guðmundur, sem í daglegu tali er kallaður Beggi, er menntaður frá Kvikmyndaskóla Íslands. Hann er einnig kvikmyndagerðarmaður og hefur gert nokkrar stuttmyndir. Beggi er með skemmtilegt blogg á Moggablogginu. Myndin er tekin um borð í ferju sem var á siglingu frá Þýskalandi til Danmerkur, í ferð sem var farin til Kaupmannahafnar og Lúxemborgar vegna Loftleiðamyndar.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor við Háskóla íslands og handritshöfundur. Hannes heldur úti bloggsíðu á vef Morgunblaðsins. Hannes er til hægri á myndinni. Í fangi Hannesar er Ragnar Orri Orrason.

Fjölmargir hafa komið að gerð myndanna sem við höfum framleitt, sumir lítið, aðrir mikið. Hér er þeirra helstu getið.

Svavar Guðmundsson er framleiðandi og bókari, hann er sjávarútvegsfræðingur að mennt og hefur mikinn áhuga og innsæi í verslun og viðskipti. Svavar er til vinstri á myndinni, en hún var tekin af Sigurgeiri Orra á Chelsea leik í Lundúnum í nóvember 2008. Ferðin var farin vegna Loftleiðamyndar á fund hjá CL-44 félaginu þar í landi. Chelsea vann leikinn. Þeir halda hvorugir með Chelsea.